Algengar Spurningar

Hvað er Sidekick?

Sidekick er snjallsímaforrit sem hjálpar þér að bæta heilsu og auka vellíðan með því að gera æfingar í þremur flokkum. Flokkarnir eru Hreyfing, Næring og Hugur.

Hvernig hleð ég Sidekick snjallsímaforritinu niður í símann minn?

Smelltu á þennan hlekk til að sækja Sidekick appið í snjallsímann þinn.

Ef að þú opnar hlekkinn í tölvunni þinni þá þarftu að slá inn símanúmerið þitt ásamt landkóða á því formi sem beðið er um, t.d. +354 888 0000. Við sendum þá hlekkinn til að hlaða niður appinu beint í snjallsímann þinn.

Þér verður þá vísað áfram til Google Play eða í App Store eftir því hvernig síma þú ert með þar sem þú getur sótt appið í fáum einföldum skrefum. Athugaðu að þú verður líklegast beðin/n um aðgangsorð þitt inn í Google Play eða App Store til að geta sótt Sidekick snjallsímaforritið.

Hvernig stofna ég aðgang?

Þegar þú hefur sótt Sidekick snjallsímaforritið í símann þinn (sjá að ofan hvernig það er gert) er fyrsta skrefið að opna forritið (appið). Smeltu á Búa til aðgang neðst vinstra megin. Þú getur skráð þig til leiks annaðhvort í gegnum Facebook eða Google reikninginn þinn, eða stofnað reikning með því að skrá inn: Fullt nafn, tölvupóstfang, velja lykilorð og smella á Búa til aðgang.

Hvað er aðgangskóði?

Ef þú ert að nota Sidekick appið vegna þess að þú ert að taka þátt í heilsuviðburði á vinnustaðnum eða ert í lífsstílsþjálfun þá færðu sendan aðgangskóða í tölvupósti. Aðgangskóðinn virkjar prógramið þitt og gerir þér kleift að komast í þitt lið.

Þú ert beðin/n um að gefa upp aðgangskóðann þegar þú skráir þig inn. Ef þú hefur ekki fengið sendan aðgangskóða þá kemstu því miður ekki áfram í innskráningarferlinu að þessu sinni. Hafðu endilega samband við sales@sidekickhealth.com ef þú vilt heyra meira um það hvernig þú getur orðið þér úti um aðgangskóða.

Hvar finn ég aðgangskóðann minn?

Sidekick teymið sér til þess að þeir sem eru að taka þátt í heilsuviðburði á vinnustaðnum eða eru í lífsstílsþjálfun fái sendan aðgangskóða með tölvupósti í tæka tíð áður en viðburður hefst.

Til að virkja aðgangskóðann er farið á heimaskjá og valið merkið , því næst er farið í Aðgangskóði og loks kóðinn skráður inn undir Nýr aðgangskóði.

Ef að þú telur að þú hefðir átt að fá sendan aðgangskóða en fékkst ekki, vinsamlegast hafðu samband við viðeigandi tengilið Sidekick á vinnustaðnum ef þú ert að taka þátt í heilsuviðburði, eða þann sem sér um lífsstílsþjálfun sértu í slíkri þjálfun ellegar support@sidekickhealth.com.

Hvernig skrái ég mig inn?

Ef þú hefur þegar stofnað aðgang, smelltu þá á textann undir gula Búa til aðgang hnappnum á upphafssíðunni (þeirri sem er með Sidekick körlunum sem hreyfa sig lárétt). Þar geturðu skráð þig inn með sama hætti og þú gerðir þegar þú stofnaðir aðganginn í upphafi; í gegnum Facebook eða Google reikninginn þinn eða með tölvupóstfanginu þínu og því lykilorði sem þú valdir þegar þú stofnaðir aðganginn.

Ef þú hefur ekki þegar búið til aðgang smelltu á Búa til aðgang hnappinn og fylgdu leiðbeiningunum. Þú getur gert það annaðhvort í gegnum Facebook eða Google reikninginn þinn, eða stofnað reikning með því að skrá inn fullt nafn, tölvupóstfang og valið lykilorð og loks smellt á Búa til aðgang.

Ég gleymdi lykilorðinu mínu. Hvað geri ég?

Þegar þú ætlar að skrá þig inn en manst ekki lykilorðið færðu upp textann Gleymdirðu lykilorðinu? Smelltu á hnappinn og skráðu inn tölvupóstfangið sem þú stofnaðir reikninginn með og ýttu á bláa hnappinn þar sem stendur Endurstilla lykilorð. Þú færð þá upplýsingar um hvernig á að endurstilla lykilorðið sendar í tölvupósti. Athugaðu hvort þær hafi nokkuð lent í ruslsíunni ef þú færð þær ekki strax í innhólfið.

Ég gleymdi tölvupóstfanginu mínu. Hvað geri ég?

Því miður er ekkert sem við getum gert í því. Þú verður að stofna nýjan aðgang ef þú manst ekki hvaða tölvupóstfang þú notaðir til að stofna aðganginn þinn til að byrja með.

Hvað er stig (e. Health point)?

Stig, eða svökölluð Health points eins og þau kallast á ensku, eru þau heilsustig sem þú safnar fyrir að gera og skrá heilsueflandi æfingar í Sidekick snjallsímaforritinu.

Þú safnar stigum með því að gera æfingar í flokkunum Hreyfing, Hugur og Næring eða skrá upplýsingar í Klíník. Á Sælustundum (e. Happy Hour) færðu tvöfalt magn stiga fyrir ákveðnar æfingar sem boðið er upp á.

Með virkni þinni í Sidekick snjallsímaforritinu og stigasöfnun gerirðu UNICEF kleift að senda hreint vatn til barna í neyð. Þú ert því að gera góðverk á sama tíma og þú hugar að eigin heilsu og allir græða.

Hvaða heilsuöppum tengist Sidekick?

Í dag geturðu tengt Sidekick við Fitbit, Apple Health og Google Fit.

Hér eru leiðbeiningar skref-fyrir-skref um hvernig þú getur tengt Fitbit, Apple Health eða Google Fit reikninginn þinn við Sidekick appið:

  1. Opnaðu Skrefateljara í flokknum Hreyfing en hann er að finna í undirflokknum Rekja hreyfingu.
  2. Smelltu á örvarnar sem vísa í sitt hvora áttina efst í hægra horni.
  3. Veldu Fitbit, Apple Health eða Google Fit úr listanum eftir því sem við á.
  4. Gefðu upp innskráningarupplýsingarnar þegar þú ert beðin/n um þær, t.d. af Fitbit.
  5. Gefðu Sidekick leyfi til að fá upplýsingar úr Fitbit, Apple Health eða Google Fit.

Hvernig tengi ég skrefamælinn minn við Sidekick?

Sidekick notar innbyggðan skrefamæli í snjallsímanum þínum til að telja skrefin sem þú gengur eða hleypur. Síminn þinn ætti að skrá gengin skref í Apple Health eða Google Fit eftir því hvernig síma þú ert með (iOS eða Android). Við tengjum Sidekick við Apple Health eða Google Fit til að sækja skrefafjöldann inn í Sidekick snjallsímaforritið.

Fyrsta skrefið er að tryggja að þú gefir Apple Health eða Google Fit leyfi til að telja skrefin.

  • Opnaðu Apple Health eða Google Fit eftir því hvort á við með því að smella á táknmynd þess á aðalvalskjá símans þíns. Þar geturðu séð hvort að skref séu talin. Ef engin skref eru talin þarftu að breyta stillingum (e. Settings) í símanum þínum.

Ef þú ert með iPhone velur þú Settings og ferð því næst í Privacy stillingar og velur Motion & Fitness. Þar þarftu að gefa leyfi fyrir Fitness tracking til að hægt sé að telja skrefin þín. Að þessu loknu ætti Sidekick að geta sótt upplýsingar um skrefafjölda.

  • Opnaðu nú Sidekick og smelltu á Hreyfing og veldu því næst Skrefateljari. Þar geturðu vitjað skrefanna.

Hvernig tilkynni ég vandræði með Sidekick?

Sendu okkur tölvupóst: support@sidekickhealth.com.

Skráning á hreyfingu, næringu og hugrækt.

NÆRING – SKRÁNING:

Hvað er ein skammtastærð mikið magn af mat?

Það fer eftir því hvaða matartegund um ræðir en almennt séð er einn skammtur af ávöxtum og grænmeti á við hnefastærð þína.

Dæmi um einn skammt af grænmeti:

  • 2 meðalstórar gulrætur eða tómatar / 1 paprika / 1 bolli af hráu eða elduðu grænmeti, baunum eða ertum / 2 bollar af blaðgrænmeti (2 hnefar).

Dæmi um einn skammt af ávöxtum:

  • 1 epli / 1 banani / 1 appelsína / 1 pera / 1 bolli af berjum.
HREYFING – SKRÁNING

Hvernig skrái ég hreyfingu?

Veldu skjámyndina fyrir flokkinn Hreyfing á heimaskjá. Í þeim flokki geturðu valið milli margs konar hreyfingar og æfinga til að skrá.

Sidekick notar innbyggða nema í símanum þínum til að rekja ferðir þínar á hjóli, göngu eða hlaupum. Smelltu á hnappinn Vitja við lok hreyfingar eða í dagslok til að fá þau stig sem þú vannst þér inn.

Þú getur einnig sett upp þína eigin æfingarútínu með því að velja þær æfingar sem þér hugnast í undirflokkunum Æfingar eða Þrek og þol. Þú getur einnig vistað þær til seinni nota.

Loks er ýmis konar hreyfing af mismunandi erfiðleikastigum að finna undir Ýmis hreyfing. Þú setur einfaldlega inn þá tímalengd sem þú gerðir viðeigandi æfingu, ýtir á Vista og færð stig fyrir.

Þú færð stig fyrir allt að 300% af ráðlögðum dagskammti hreyfingar.

Hvað ef ég vil skrá hreyfingu sem er ekki í Sidekick appinu?

Ef að sú tegund hreyfingar sem þú gerir er ekki nú þegar í listanum Ýmis hreyfing þá geturðu valið þá hreyfingu sem líkist henni helst eða aðra sem er af svipuðu erfiðleikastigi. Ef þér finnst vanta inn tegund hreyfingar á listann sendu okkur endilega þínar tillögur á support@sidekickhealth.com og það er aldrei að vita nema hún rati inn í næstu uppfærslu.

ÞYNGDARSKRÁNING:

Hversu oft ætti ég að skrá inn þyngd mína?

Við leggjum til einu sinni í viku, á morgnana.

Ef þér líður hins vegar eins og þú sért farin/n að setja of mikinn fókus á töluna á vigtinni mælum við frekar með því að sleppa því að vigta sig og njóta fremur heilsusamlega lífsstíls þíns. Það eru margar aðrar leiðir til að fylgjast með árangri, svo sem með breytingu á líðan, þoli og þreki auk þess sem hægt er að notast við málband, fyrir & eftir myndir og/eða spegilinn til að fylgjast með líkamlegum breytingum.

Þjálfarar

Hvernig nota ég Sidekick með hópnum mínum í lífsstílsþjálfun?

Áður en þú kynnir Sidekick til leiks fyrir þátttakendum þínum á námskeiði eða í prógrammi ættirðu að hafa fengið kynningarpóst frá tengiliði þínum hjá SidekickHealth með þeim upplýsingum sem þú þarfnast til að geta hafist handa með SidekickHealth samhliða námskeiðinu/prógramminu sem þú heldur utan um. Einnig ættirðu að hafa fengið stutta þjálfaraþjálfun frá SidekickHealth í því hvernig Sidekick nýtist sem best og eykur árangur þátttakenda þinna. Ef einhverjar spurningar brenna enn á þér eftir að hafa fengið upplýsingar og þjálfun frá SidekickHealth skaltu endilega hafa samband við tengilið þinn og við bregðumst fljótt við spurningum þínum!

Áskoranir & verðlaun

Hvað er Áskorun?

Áskorun hjálpar þér að vinna að þínum vikulegu markmiðum, annaðhvort sem einstaklingur eða sem hluti af liði. Áskoranir geta verið skemmtileg leið til að auka virkni þína í Sidekick snjallsímaforritinu.

Hvernig skrái ég mig í Áskorun?

Þú getur séð hvaða áskoranir eru í boði efst í hægra horni heimaskjás með því að smella á Áskoranir. Þú getur annaðhvort valið að taka þátt í hverri þeirri opinni áskorun sem þar er að finna sem þér hugnast eða þú getur búið til þínar eigin áskoranir og skorað á allt að 5 vini að taka þátt í þeim. Þegar þú ert að taka þátt í heilsuviðburði á vinnustaðnum eða lífsstílsþjálfun með hópi þá færðu sjálfkrafa vikulegar áskoranir.

Eru þátttakendur sjálfkrafa skráðir í Áskoranir?

Já, þegar þú tekur þátt í heilsuviðburði á vinnustaðnum ertu sjálfkrafa skráð/ur í vikulegar áskoranir. Ef þú ert hins vegar að nota Sidekick snjallsímaforritið á eigin vegum þá þarftu að skrá þig sjálf/ur í þær áskoranir sem vekja áhuga þinn eða búa til þínar eigin miðað við þín heilsumarkmið.

Hvað eru Nælur og Skildir?

Nælur og skildir eru heiðursverðlaun fyrir góða heilsuhegðun. Þú safnar nælum og skjöldum með því að ná ákveðnum áföngum, svo sem með því að nota Sidekick snjallsímaforritið samfleytt í 30 daga, ljúka 100 heilsueflandi æfingum í appinu eða sigra liðakeppnir svo dæmi séu tekin. Þú getur séð hvaða nælur og skildi þú hefur unnið þér inn með því að velja skjámerkið ≡ efst í vinstra horni heimaskjás forritsins og velja þar Nælur & skildir.

Tungumál

Á hvaða tungumáli er Sidekick?

Í dag er Sidekick til á íslensku, ensku, sænsku, spænsku, dönsku og portúgölsku.

Hvernig breyti ég tungumálinu á Sidekick?

Þú getur breytt almennum stillingum (e. Settings) í símanum þínum og séð til þess að það tungumál sem þú vilt að appið birtist á sé efst á listanum þínum yfir tungumál (e. Preferred language order). Þú sérð að ofan á hvaða tungumálum Sidekick appið er. Ef þú velur íslensku sem efsta tungumálið þá birtist íslenska útgáfan af Sidekick í símanum þínum, ef þú velur ensku sem efsta tungumálið þá birtist enska útgáfan.

Persónuvernd

Hvernig er farið með persónuupplýsingar í SidekickHealth, t.d. í fyrirtækjaviðburðum?

Við störfum í samræmi við íslensk, sænsk og bandarísk persónuverndarlög. Við notum AES-256 (Advanced Encryption Standard 256-bit) og HTTPS (HTTP Secure) staðlana til að dulkóða gögnin í Sidekick snjallsímaforritinu sem er sambærilegt við það sem heimabankar nota.

Vinnuveitandi fær engar upplýsingar um einstaka notendur, aðeins yfirlit yfir hópinn (t.d. hve margir starfsmenn tóku þátt og hve mörg skref þeir tóku að meðaltali sem hópur). Engar upplýsingar eru veittar til vinnuveitanda um hópa með undir 10 starfsmönnum. Þannig eru engar persónugreinanlegar upplýsingar sendar á vinnuveitandann undir neinum kringumstæðum.

Þeir sem eru skilgreindir sem „vinir” í Sidekick sjá upplýsingar um virkni hverra annarra (t.d. „Jón Jónsson fór út að ganga”) en þeir sjá ekki heilsufarsupplýsingar á borð við blóðþrýsting og vigt.

Athugið að í flestum tilfellum eru samstarfsmenn í sömu deild eða jafnvel í öllu fyrirtækinu/stofnuninni (það fer eftir stærð fyrirtækis) skilgreindir sem vinir og sjá því virkni hjá hver öðrum, en sem fyrr segir sjá þeir ekki heilsufarsupplýsingarnar.